Vín Vikunnar – Dolce

Við viljum kynna til leiks nýtt vín hjá okkur sem nefnist Dolce eða Sæta á íslensku. Vínið er blanda af Muscat Ottonel og Chardonnay og er ljós gult að lit.

Þetta er ótrúlega skemmtilegt forrétta- eða eftirréttavín sem passar fullkomlega við eftirrétti eins og t.d. crème brûlée eða öðrum eftirréttum sem eru útbúnir úr mjólk. Þess má þó geta að vínið er ekki yfirdrifið sætt og passar því við einnig bragðmikil salöt eða forrétti.

Vínið kemur í 375ml flöskum (1/2 stærð) og kostar 1.649 kr. í netbúð ÁTVR

Linkur til ÁTVR