Vín Vikunnar – Cuvée IX

Vín vikunnar í þetta skiptið er hið frábæra Cuvée IX. Þetta vín má kalla flaggskip rauðvína frá LacertA og stendur algjörlega fyrir sínu. Með þessu víni draga vínmeistararnir fram það besta úr hverri þrúgu og útkemur þessi frábæra blanda sem samanstendur af

  • 55% Cabernet Sauvignon
  • 20% Merlot
  • 15% Shiraz
  • 10% Fetească Neagră

Þetta vín er mjög kröftugt með flóknum berjakeim og eftir að hafa verið þroskað á eikartunnum í 12 mánuði koma fram vanillu, kaffi, súkkulaði og krydd keimar. Það hefur þétta og flókna fyllingu sem gerir það að fullkomnu steikarvíni með nautakjöti eða villibráð. Einnig parast það vel með bragðmiklum ostum.

Þetta vín hefur yfir 1000 umsagnir á Vivion.com og er talið í flokki 1% af vínum í heiminum!

Vínið kemur í 750 ml flöskum og kostar 5.918 kr í vínbúð ÁTVR Heiðrúnu

Linkur til ÁTVR