LacertA Chardonnay og Rosé í Vínbúðirnar

Við vitum að margir hafa beðið eftir því að vínin okkar komi í vínbúðirnar. Biðin er á enda því bæði LacertA Chardonnay og LacertA Rosé verða fáanleg í eftirfarandi vínbúðum frá og með 1. ágúst:

  • Heiðrúnu
  • Skútuvogi
  • Kringlunni
  • Hafnarfirði

Framleiðendur okkar leggja sig alla fram um að gera vínin sem best og eru bæði vínin einstaklega ljúffeng. Fáguð vín í góðu jafnvægi.

Rósavínið er bragðmikið og er búið til úr Blaufränkisch þrúgum sem kallast Lemberger í Þýskalandi. Þetta er líklega eina rósavínið sem fæst á Íslandi sem er gert úr þessari skemmtilegu þrúgu.

Framleiðandinn hafði sig allan við til að framleiða besta Chardonnay sem mögulegt er og fékk því vínviðarkvæmi frá Montrachet í Frakklandi og er árangurinn er vægast sagt góður. Montrachet hvítvínin eru iðulega talin meðal þeirra bestu og verðmætustu í heiminum!

Wikipedia grein um Montrachet