LacertA og Vinisro vinna til verðlauna – Gyllta Glasið

Hin árlega vínkeppnin Gyllta Glasið var haldin á Hotel Natura um síðustu helgi. Keppnin er á vegum Vínþjónasamtaka Íslands og voru 20 manns sem blindsmökkuðu 104 vín, rauð og hvít. Vínin sem tóku þátt í þetta skiptið eru öll frá vínekrum fyrir norðan miðbaug (Norður-Ameríku og Evrópu), eru á verðbilinu 2.490 – 4.000 kr og fást í vínbúðum ÁTVR.

Við hjá Vinisro tókum þátt og gengum í burtu með tvenn verðlaun!

LacertA Chardonnay & Cameleon Red

Við erum ótrúlega stolt af þessum árangri og sýnir enn og aftur hvers megnug rúmensk vín eru!

Bæði LacertA Chardonnay og Cameleon Red fást í ÁTVR á eftirtöldum stöðum

  • Heiðrúnu
  • Skútuvogi
  • Kringlunni
  • Hafnarfirði