Cameleon Red komið í kjarna ÁTVR!

Þó greinaskrif okkar hafi verið róleg undanfarið þá þýðir það ekki að lítið sé að gerast í fjölskyldufyrirtækinu.

Cameleon Red hefur fengið frábærar undirtökur undanfarna mánuði. Svo mikil er eftirspurnin að það var fært úr 12 mánaða prufusölu yfir í kjarna ÁTVR, 6 mánuðum á undan áætlun!

Cameleon Red fæst nú um þessar mundir á

  • 7x búðum á Höfuðborgarsvæðinu
  • Akureyri
  • Reykjanesbæ

Þess má geta að nú er nýr árgangur í dreifingu þar sem árgangurinn sem vann Gyllta Glasið seldist upp hjá okkur og LacertA (enda ekki nema von :). Nýji árgangurinn er frábær blanda af

  • Merlot
  • Cabernet Sauvignon
  • Blaufraenkisch

Við erum staðráðin í að árgangurinn sem er í dreifingu núna mun fara létt með að vinna verðlaunin aftur í ár enda eru vínin frá LacertA í hæsta gæðaflokki!