Heimasíðan komin í loftið

Þá er heimasíðan formlega komin í loftið. Hún hefur verið í bígerð í þó nokkurn tíma og er því ekki seinna vænna en að senda hana af stað út í heiminn.

Helstu atriði

-Tegundir sem eru í boði er nú hægt að skoða undir flipanum “Tegundir” efst á síðunni og svo velja Rauðvín/Hvítvín/Rósavín. Lýsingarnar á vínunum eru enn þá á ensku og erum við að vinna í að þýða yfir á íslensku

-Víngerð í Rúmeníu er almennur fróðleikur um víngerð í Rúmeníu. Ákveðið var að hafa þennan flokk á síðunni til að hjálpa til við að kynna þessa ríku og fornu hefð fyrir Íslendingum þar sem lítið hefur borið á vínum þaðan.